14.12.2007 | 13:30
Ekki skánar veðrið!
Jæja enn er alveg kreisí veður í gangi...almannavarnir létu loka skólanum og leikskólunum hér, út af veðrinu sem er í gangi...Kjellan er nú bara í vinnunni og fylgist með þessum ósköpum, hef reyndar miklar áhyggjur af bílnum mínum, en hann bambi er nú búinn að fá það óþvegið einu sinni hérna fyrir utan í svona veðri en þá fauk tóm olíutunna á greyið og þurfti að sprauta húddið-hliðarbretti-stuðara, skipta um framljós og já einnig nýja númeraplötu!! þannig að ég er nú að vona að hann fái frið í þessum ósköpum uss...þetta er nú orðið frekar krípí veðurástandið hérna á suðvesturhorninu....
Veðurbæn:
Góði Guð gef mér logn og sól
og tak í burt allt þetta rok
Grindjánar þurfa að komast á ról
við erum komin með uppí kok.
Með fyrir fram þökk
Sveitastelpan með rím og rok í rassi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.