13.12.2007 | 13:40
Gamalt og gott..
Jennifer Lopez finnst frábært þegar fólk hrósar henni fyrir vel þrýstin afturenda hennar. Hún eyðir víst klukkutímum í ræktinni til að geta viðhaldið þessum frægasta rassi heims. Hún hefur þjálfað undir leiðsögn líkamræktarþjálfara og hafa þau saman fundið hina fullkomnu blöndu af æfingum til að gera rassinn sem fegurstan. ,,Ég geri sérstakar æfingar og teygjur með lóðum til þess að halda rassinum við. Að vissu leyti hef ég gaman af því þegar fólk hrósar mér fyrir að vera með stórann rass, segir Lopez. Jahá....stórir rassar í tísku..hmm þá er ég búin að vera í tísku svo árum skiptir, ekki amalegt það.
Robbie Williams kvikmynd?
Robbie Williams hefur selt Paramount Pictures kvikmyndarétt á ævisögu sinni. Kvikmyndafyrirtækið hefur skoðað tvö handrit sem Williams skrifaði þegar hann var í meðferð í LA. ,,Það var partur af meðferðinni að skrifa handritin og svo stakk vinur minn upp á því að ég sendi þau til kvikmyndafyrirtækja. Það kom mér mjög á óvart að þeim skyldi líka þau, segir Robbie sem neitar þó að hann vilji leika sjálfan sig í myndunum. ,,Nei, alls ekki. Ég væri samt mjög til í að sjá einhverju af því sem ég hef gert varpað upp á hvíta tjaldið. Einn mesti hrokagikkur að koma með mynd um sjálfan sig vei.....
Nýtt ilmvatn frá Manson
Rokkarinn Marilyn Manson ætlar að senda frá sér nýtt ilmvatn á næsta ári. Manson mun þar feta í fótspor stjarna á borð við Britney Spears, J-Lo, Beyoncé Knowles og Paris Hilton, sem allar hafa komið fram með sitt eigið ilmvatn. ,,Ég er að leggja lokahönd á ilminn í samvinnu við eitt af stóru fyrirtækjunum í bransanum," sagði Manson. Hefur hann einnig hug á að gefa út fleiri snyrtivörur á næsta ári. Það er nú aldeilis..það verður spennandi að smella nýja ilminn frá Manson ætli það verði nú ekki "lykt dauðans" og já ég held að Mansoninn sé að fara breytast í Barbie doll
Dolly Parton....
Kántrístjarnan Dolly Parton tapaði einu sinni í keppni í að líkjast Dolly Parton Söngkonan mætti óboðin í keppni í Los Angeles og það kom henni frekar á óvart þegar hún tapaði keppninni. ,,Ég veit ekki hvort þeir vissu að þetta var ég eða hvort þetta var grín hjá þeim. En ég tók þátt, fór í röðina og tapaði. Ég held alveg örugglega að enginn hafi vitað að þetta var ég," sagði söngkonan brjóstgóða. Hahaha.....þetta er auðvitað snilld, fara í look a like keppni af sjálfum sér og tapa sorry Dolly mín en þú ert frekar twisted útgáfa af sjálfri þér..
Nýtt sement úr hundaskít...
Þýskur arkitekt frá Berlín hefur sótt um leyfi til að framleiða nýja tegund af sementi sem hann ætlar að búa til úr hundaskít Í umsókninni biður hann um einkaleyfi á þessu ,,lyktarlausa einangrunar og byggingarefni" sem búið yrði til úr öllum þeim hundaskít sem hreinsaður er upp af strætum Þýskalands á hverjum degi. "Þeir héldu að mér væri ekki alvara í fyrstu, en þetta er fjárhagslega hagkvæmt þar sem hundaskítnum er safnað saman hvort eð er, og því ekki að nýta hann í eitthvað nytsamlegt," segir arkitektinn alvarlegur. Guð minn góður......hús úr skít....jommí mig langar í eitt slíkt Nei ég held að ég gefi nú skít í þetta allt saman hahahahahaha
Sveitastelpan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.